Áhugamál og félagsstörf

Tónlist

  • Er slarkfær á trompet, banjó, harmónikku og ukulele.
  • Sjálfmenntaður á síðustu þrjú hljóðfærin.
  • Liðtækur söngvari.
    • Á útskriftarskírteini sem staðfestir það.
  • Hef verið í lúðrasveitabransanum um árabil og tekið að mér ýmis sjálfboða- og félagsstörf tengd honum.
  • Hef sungið með ýmsum kórum og sönghópum í gegnum árin.
  • Áhugamaður um hljóðupptökur og hljóðvinnslu.

Lestur

  • Það er gott að geta kúplað sig frá raunveruleikanum og setið einn úti í horni.
  • Góðar skáldsögur hjálpa til við það.

Ljósmyndun

  • Reyni að ganga alltaf með myndavél á mér.
  • Hvort heldur sem er símamyndavél eða alvöru.
  • Því það er aldrei að vita hvenær rétta augnablikið kemur.

Myndbandsupptökur

  • Því stundum er ekki nóg að eiga bara ljósmyndir.

Orð og orðanotkun

  • Sérstaklega nýyrði og slanguryrði.
  • Held úti vefnum orðabókin.is því tengdu.

Sjónvarps- og kvikmyndagláp

  • Stundum er nauðsynlegt að slökkva á heilanum.
  • Þá er gott að sökkva sér niður í misgáfulegt afþreyingarefni.
  • Mikill áhugamaður um Simpson-fjölskylduna.
  • Jafnvel Simpsons-nörd.

Textasmíði

  • Reyni að skrifa eitthvað daglega, þó ekki sé nema fyrir sjálfan mig.
  • Áhugamaður um stafræna yfirfærslu á gömlum prentuðum textum.
  • Hef notað ljóslestursforrit (OCR) til þess.

Tölvur og tækni

  • Reyni eftir fremsta megni að fylgjast með nýjungum í tölvu- og tækniheiminum.
  • Finnst fátt skemmtilegra en að eignast nýjar græjur og tæki.

Útivist

  • Reyni að fara í sem flesta göngutúra um íslenskar óbyggðir þegar veður og færð leyfa.
  • Helgafell í Hafnarfirði er í sérstöku uppáhaldi.

Bjórmenning

  • Það er næstum því endalaust hægt að velta sér upp úr bragði, lykt og áferð mismunandi tegunda.
  • Bjór er ekki bara það sem er vinsælast í Ríkinu.

Önnur félagsstörf

    • Félagi í Ský (Skýrslutæknifélagi Íslands).
      • Í ritstjórn Tölvumála 2017-2019).
    • Félagi í Svef (Samtökum vefiðnaðarins).
    • Var félagi í Mími – félagi stúdenta í íslenskum fræðum 1999-2002 og 2011-2012.
      • Formaður félagsins 2000-2001.
    • Tók um tíma þátt í starfsemi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
      • Var ritari Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði á árunum fyrir hrun. (2007-2008)
      • En upp úr því rjátlaðist áhugi á pólitík af mér – Hef verið óflokksbundinn síðan.