Önnur reynsla

Ýmis tilfallandi verkefni sem ég hef tekið að mér, ýmist í lausamennsku eða í sjálfboðastarfi:

Hljóðvinnsla: Upptökur og eftirvinnsla á tónlist. Hef einnig fengist við tónleikaupptökur.

Hönnun: Hef hannað og sett upp ýmiss konar efni til útgáfu, s.s. barmmerki, auglýsingaplaköt, tónleikaskrár og lítil fréttabréf.

Kvikmyndaleikur: Tvö lítil hlutverk í myndinni Svartur á leik (2012). Tvö lítil hlutverk í Áramótaskaupi sjónvarpsins 2011. Aukahlutverk í myndinni Ófeigur gengur aftur (2013). Aukahlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Ástríður II (2013).

Myndvinnsla: Skönnun og eftirvinnsla á myndum í tölvu, s.s. í Photoshop.

Textavinnsla: Hef reynslu af því að skrifa niður texta og færa handskrifaðan og prentaðan texta yfir á tölvutækt form. Einnig í því að skrifa texta eftir hljóðupptökum/talmáli.

Útgáfa: Ýmis verkefni í tengslum við útgáfu, s.s. textaskrif, prófarkalestur, yfirlestur og umbrot.

Vefsíðugerð og -umsjón: Hef komið að ýmsum vefjum í gegn um tíðina. Hef reynslu af viðhaldi vefsíðna, hönnun og innsetningu efnis. Er með grunnkunnáttu í HTML-forritun. Hef mest unnið með vefumsjónarkerfin WordPress, Drupal og DotNetNuke.